- Advertisement -

Karl Gauti heggur að Ingu

Karl Gauti Hjaltason sem var rekinn úr Flokki fólksins gerir athugasemdir við stöðu formanns flokksins, Ingu Sæland, í grein sem birt er í Mogganum í dag.

Hann skrifar: „Ég tel ekki for­svar­an­legt að formaður stjórn­mála­flokks sitji yfir fjár­reiðum hans með því að vera jafn­framt prókúru­hafi og gjald­keri flokks­ins. Þá get ég held­ur ekki sætt mig við að op­in­beru fé sé varið til launa­greiðslna í þágu nán­ustu fjöl­skyldumeðlima stjórn­mála­leiðtoga. Lands­lög kveða skýrt á um vandaða meðferð þeirra fjár­muna sem stjórn­mála­flokk­ar þiggja úr al­manna­sjóðum og er mik­il­vægt að eft­ir þeim sé farið.“

Fyrr í greininni kemur hann við á Klaustursbarnum og orðum sínum þar um Ingu formann:

„Síðla í nóv­em­ber, eft­ir að ég hafði lokið þátt­töku minni við aðra umræðu fjár­laga, sat ég und­ir orðræðu sem spannst í hópi sam­starfs­manna og ratað hef­ur í fjöl­miðla. Ég hef beðist af­sök­un­ar á þeim mis­tök­um að sitja of lengi und­ir þess­um umræðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ein­hverj­ir hafa staldrað við um­mæli mín við þetta tæki­færi um hæfi­leika for­manns Flokks fólks­ins til að leiða stjórn­mála­flokk. Örskömmu síðar rak stjórn flokks­ins mig við ann­an mann úr flokkn­um. Þessa gagn­rýni hafði ég, á því ári sem ég hef verið í flokkn­um, margít­rekað látið í ljósi beint við for­mann­inn, meðal ann­ars á vett­vangi þing­flokks­ins og í stjórn flokks­ins, þar sem ég var kjör­inn með flest­um at­kvæðum allra stjórn­ar­manna á lands­fundi flokks­ins í sept­em­ber sl.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: