- Advertisement -

Katrín: Hvað eru sanngjörn laun?

Það er fólk þarna úti sem á ekki fyrir mat.

„Hvað er sanngjarnt? Hvað eru sanngjörn laun og fyrir hvers konar vinnu er sanngjarnt að fá hvaða laun? Ætli við háttvirtur þingmaður getum ekki verið sammála um að það sé sanngirni í því fólgin að fólk geti lifað af launum sínum?“

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í gær þingmaðurinn sem hún nefnir er Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins. Tilefnið var ofurlaun bankastjóranna.

Guðmundur Ingi talaði um villandi prósentureikninga. Hann benti á að 40% hækkun úr 300.000 kr. hjá láglaunafólki verði 420.000. „40% hækkun hjá bankastjóranum er 800.000 kr. Er þetta sanngjarnt? Ég segi nei. Ég held að það sé kominn tími til að við sjáum til þess að þeir sem eru á lægstu launum og bótum geti lifað,“ sagði Guðmundur Ingi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og kom svo að næsta kafla: „Ef það eru 10.000–12.000 börn í fátækt í dag þá er fólk ekki að lifa á þessum launum. Það segir sig sjálft. Og það sem mér finnst auðvitað alvarlegast í þessu máli, sem mig langar líka að fá ráðherra til að svara, er: Hver er stefna þessarar ríkisstjórnar? Er það nokkuð svo flókið að útrýma fátækt barna á Íslandi?“

Hér voru þau tekin að ræða skýrslu um fátækt barna. Katrín taldi flest stefna til betri vegar en játaði þetta að lokum: „Sömuleiðis er bent á í skýrslunni að greiðslur í fæðingarorlofi hafi verið hækkaðar, en það nýtist ekki endilega lágtekjuhópunum.“

Guðmundur Ingi er óþreytandi að benda á sárar staðreyndir:

„Ég tel að okkur beri skylda til að sjá til þess að það lifi enginn við fátækt. Það hlýtur að vera það sanngjarnasta af öllu að gefa þeim sem eru þarna úti einhverja von vegna þess að það er fólk þarna úti sem á ekki fyrir mat. Það er fólk með 200.000 kr. í laun sem verður fyrir tjóni. Það á ekki fyrir mat. Það á ekki fyrir lyfjum, hvað þá þeir sem eru þar undir vegna búsetuskerðinga og annars. Við hljótum að geta séð til þess að fólk geti lifað mannsæmandi lífi og þurfi ekki að hafa áhyggjur af því um miðjan mánuðinn hvort það eigi fyrir mat eða ekki.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: