- Advertisement -

Katrín segir Bjarna hafa axlað póitíska ábyrgð við söluna á Íslandsbanka

„Skipulagt ábyrgðarleysi eða ábyrgðarútvistun, eins og ég kýs að kalla þessa háttsemi ríkisstjórnarinnar, er viðvarandi vandamál í íslenskum stjórnmálum. Hver bendir á annan og enginn tekur raunverulega ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Gott dæmi um þetta er æpandi og augljóst vanhæfi fjármálaráðherra til þess að selja pabba sínum hlut í Íslandsbanka. Fjármálaráðherrann sagði að það hefði ekki verið nokkurt einasta tilefni til að kanna hæfi sitt gagnvart kaupendum í ferlinu vegna þess að hlutunum hafi verið úthlutað af Bankasýslu ríkisins samkvæmt hlutlægum mælikvörðum og þar af leiðandi komi vanhæfisreglur stjórnsýsluréttar bara ekki einu sinni til skoðunar, en vissulega eigi Bankasýslan að gæta að sínu hæfi. En framkvæmdastjóri Bankasýslunnar fór bara hlæja þegar ég spurði hann á opnum fundi hvort þeir hafi ekki átt að gæta að hæfi sínu. Þeir gáðu ekki einu sinni hver var á bak við öll þessi hlutafélög sem buðu í hluti og litu alls ekki svo á að þeir bæru nokkra ábyrgð á því að gæta að hæfi sínu, heldur ættu einhverjir söluaðilar úti í bæ að gera það. Svo bættu þeir við að auðvitað hafi þetta ekki verið hlutlægir mælikvarða heldur einmitt huglægir, meira í ætt við list en vísindi, eins og við munum,“ sagði Þórhidur Sunna Ævarsdóttir. Og spurðu Katrínu forsætisráðherra:

„Hver ber pólitíska ábyrgð á því að fjármálaráðherra selji ekki nákomnum ættingjum sínum ríkiseignir á afslætti?“

Katrín Jakobsdóttir svaraði:

„Í því tilviki sem er tilefni þessarar umræðu, hvort fjármálaráðherra hafi axlað pólitíska ábyrgð hvað varðar sölu á Íslandsbanka, hef ég bent á það og hv. þingmaður gagnrýnt að ráðherra hafi staðið skil á gjörðum sínum gagnvart þingi og þjóð og ekkert dregið undan í því að svara fyrir málið. Sú umræða stendur raunar enn þá. Eftirlit Alþingis er með öðrum orðum í fullri virkni og ég get ekki séð annað en að ráðherrann hafi þar verið fús að svara fyrir sínar gjörðir og raunar átt frumkvæði að því að kalla eftir því að þær séu teknar til skoðunar. Það hefur hins vegar ekki komið neitt fram í þeirri miklu rýni sem þegar hefur átt sér stað sem kallar á að ýtrasta form pólitískrar ábyrgðar sé virkjað, þ.e. að ráðherrann segi af sér embætti eða hann hafi misst meirihlutastuðning á Alþingi vegna þessa máls.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: