- Advertisement -

Keppni um hver sé veikastur

Ég verð að krefjast þess að framkvæmdastjórinn dragi þessi orð sín til baka.

„Það er allnokkur gangur í bólusetningum á Íslandi þessa dagana, mest vegna þess að íslensk heilbrigðisyfirvöld ákváðu að taka í notkun bóluefni sem Norðurlandaþjóðirnar vilja ekki nota af þeim ástæðum að Danir segja að einn af hverjum 40.000 sem fær þetta lyf eigi á hættu að fá blóðtappa,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í gær.

„Við höfum nýlega fengið að láni frá Noregi 16.000 skammta af þessu sama lyfi. Spurningin er, herra forseti: Norðmenn ætla ekki að nota þetta lyf, hvernig mun þeim verða borgað til baka? Það vitum við ekki. Það er varla hægt að borga þeim til baka í lyfi sem þeir eru búnir að lýsa yfir að þeir ætli ekki að nota. Það er líka þannig, herra forseti, að það eru ekki alveg skýrar reglur eða skýrar tilkynningar um hvaða undirliggjandi sjúkdómar valda því að fólk fær annað bóluefni en AstraZeneca.

Fólk hefur beðið óttaslegið og óvisst, skiljanlega, út af þessu. Það fólk fær kveðju frá heilbrigðisyfirvöldum eða frá framkvæmdastjóra Lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en hún lét þess getið í fréttum í gærkvöldi að fólk væri nú í keppni um hver væri veikastur til að sleppa við að fá AstraZeneca-bóluefnið. Ég verð að spyrja, herra forseti: Hvers konar skilaboð eru það frá heilbrigðisyfirvöldum til fólks sem er óvisst og óttaslegið? Ég verð að krefjast þess, herra forseti, að framkvæmdastjórinn dragi þessi orð sín til baka nú þegar eða finni sér annað starf við hæfi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: