- Advertisement -

„Kexruglaður“ ritstjóri

Samtök atvinnulífsins freista þess að nýta sér stöðu WOW til að komast hjá því þarfaverki að semja um mannsæmandi laun vinnuaflsins.

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Samtök atvinnulífsins freista þess að nýta sér stöðu WOW til að komast hjá því þarfaverki að semja um mannsæmandi laun vinnuaflsins.

Einn helsti óvinur launafólks, ritstjórinn í Hádegismóum, skrifar í dag enn eina árásina á forystu launafólks. Hann virðist ekki þola að komið er nýtt fólk í verkalýðshreyfingunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við hin vitum að ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi er alfarið hjá Samtökum atvinnulífsins. Bara þar.

Fyrirsögn Staksteina í dag er þessi: Kexruglaðar klisjur. – Er nema von að spurt sé, hvað eða hver er kexruglaður?

Hann og aðrir sem tengjast Borgartúni 35 sterkum böndum virðast láta sig dreyma um að kjarabaráttan verði lögð af, eða hið minnsta frestað, vegna vanda eins fyrirtækis, WOW.

„Jafn­vel þeir, sem iðuðu af til­hlökk­un vegna verk­falla í ferðaþjón­ustu, ungri grein og brot­hættri, virt­ust fá örteng­ingu við veru­leika lífs­bar­átt­unn­ar, um skamma hríð,“ skrifar pirraði ritstjórinn.

Það er ekki af ástæðulausu sem spjótunum er beint að ferðaþjónustunni. Þar tíðkast svívirðilega lág laun. Þetta vita allir sem vilja vita.

„Fari Wow um koll missa um 1.000 manns vinn­una eins og hendi sé veifað. Og í kjöl­farið munu störf enn stærri hóps verða ótrygg. Hót­an­ir um verk­föll og til­hlökk­un yfir því ástandi hafa þegar grafið und­an og flýtt fyr­ir efna­hags­leg­um aft­ur­kipp og minnk­andi kaup­mætti á næstu árum.“

Þetta er endemis bull. Launabaráttan snýst um að launafólk fái laun sem dugi til framfærslu. Ekki er farið fram á meira. Það er mikill skaði fyrir allt samfélagið að meðal okkar sé fólk sem sætir svívirðingum hvern dag. Á sama tíma og fólkið aflar ekki tekna fyrir lágmarksframfærslu horfir það á „fyrirmennin“ eins og ritstjórinn viðskotailli kýs að kalla sjálfan sig og annað það fólk sem hann helst umgengst.

„Dægra­stytt­ing þess­ara „for­ystu­manna“ er þegar orðin dýr­keypt og fer dag­versn­andi,“ er skrifað í Hádegismóum. Við hin vitum að ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi er alfarið hjá Samtökum atvinnulífsins. Bara þar.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: