- Advertisement -

Kínverjar vilja gefa okkur fúlgur fjár

Ekkert liggur á borðinu um að taka við neinum gjöfum frá kínverskum stjórnvöldum.

„Nú eru íslensk stjórnvöld sögð íhuga boð Kínverja um gríðarháa peningagjöf, gjöf sem fæli í sér umfangsmikla innviðauppbyggingu á Íslandi, og ég spyr hæstvirtan forsætisráðherra frétta af þessum samskiptum,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson þegar hún spurði Katrínu Jakobsdóttur á Alþingi í dag.

Katrín sagði: „Nú er það svo að öllum er kunnugt um áhuga kínverskra stjórnvalda á því að fá sem flest ríki með í það sem þau kalla belti og braut frumkvæði, ég er að reyna að þýða þetta á íslensku, belti og braut getum við kallað það. Megininntak þessa frumkvæðis er uppbygging og fjárfesting í innviðum og samgöngum í samstarfsríkjum Kínverja. Kínversk stjórnvöld hafa vissulega átt samtöl við velflest vestræn ríki um að taka þátt í þessu verkefni, belti og braut, þar sem áherslan hefur yfirleitt verið á einhvers konar fjárfestingar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hún svaraði spurningu Hönnu Katrínar svona:

„En það liggur hins vegar algerlega fyrir að það er ekkert á borðinu um að taka við neinum gjöfum frá kínverskum stjórnvöldum, bara svo það sé sagt skýrt. Hins vegar er það svo og þarf ekki að koma neinum á óvart að kínversk stjórnvöld hafa verið að leita hófanna með fjárfestingar. Það verða engar ákvarðanir teknar af hálfu íslenskra stjórnvalda án þess að það verði rætt á Alþingi. Þær liggja ekki á borðinu svo að ég sé fullkomlega heiðarleg með það við háttvirtan þingmann.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: