- Advertisement -

Klappstýrum bankakerfisins varð ekki að ósk sinni

„Ekki varð klappstýrum bankakerfisins að ósk sinni um að stýrivextir myndu hækka um allt að 50 punkta eins og þeir höfðu spáð,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson.

„Það hefði verið galið ef Seðlabankinn hefði haldið áfram á sinni helfararleið gagnvart íslenskum heimilum með því að hækka vextina enn og aftur. Enda eru heimilin og fyrirtæki að bogna undan aukinni vaxtabyrði.

Þessu til viðbótar hafa hækkanir Seðlabankans kynt undir aukinni verðbólgu enda nægir að nefna í því samhengi að af 8% verðbólgu hér á landi er 1,3% beintengt við vaxtahækkanir sem mælast inn í reiknaðri húsaleigu í vísitölunni. Er það fyrir utan þau áhrif sem aukinn fjármagnskostnaður fyrirtækja hefur á hækkun á verðlagi. Enda blasir það við að aukinn vaxtakostnaður fyrirtækja fer beint út í verðlagið,“ skrifar Vilhjálmur, formaður Starfsgreinasambandsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: