- Advertisement -

Klukkan tifar á Bjarna Benediktsson


Eina sem Bjarni ræður frekar um en aðrir, það er hvort hann ákveði að hætta sem formaður.

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Frestur Bjarna Benediktssonar, og annarra í forystu Sjálfstæðisflokksins, til að ná friði innan flokksins er senn úti. Eftir aðeins þrjár vikur kemur Alþingi saman til að ræða þriðja orkupakkann. Bjarni og þingflokkurinn virðast einangraðir í eigin flokki. Þetta er mjög sérstök staða í íslenskri stjórnmálasögu.

Í Fréttablaðinu í dag segir: „Það er gífurleg undirliggjandi óánægja með þá vegferð sem forystan er með þetta mál í,“ segir Jón Kári Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, sem fer fyrir undirskriftasöfnun meðal flokksmanna vegna þriðja orkupakkans.“


Davíð er að leggja Bjarna.

Þetta er viðbót við harða andstöðu við forystuna. Þar hafa farið fremstir Davíð Oddsson og Styrmir Gunnarsson. Davíð sem beitir Mogganum í sinni baráttu herðir tökin, dag eftir dag. Ekki verður annað séð en hann sé að hafa betur. Davíð er að leggja Bjarna.

Vegna ástandsins sem er innan Sjálfstæðisflokksins er víst að Bjarni ræður engu um hvort eða hversu lengi hann verður áfram formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er á barmi klofnings. Eina sem Bjarni ræður frekar um en aðrir, það er hvort hann ákveði að hætta sem formaður.

Allt annað er á valdi fólksins í flokknum, ekki Bjarna. Klukkan tifar. Frestur Bjarna er senn á enda. Annað er ómögulegt en frétta sé að vænta úr valdastríðinu í Valhöll.

Einni knýjandi spurningu er ósvarað. Hvor beri meiri ábyrgð á klofningunum í Sjálfstæðisflokknum, Bjarni eða Davíð?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: