- Advertisement -

Kolbrún styður jafnvel stjórnina – en það gerir varla fátækt fólk

Lilja stendur sig eflaust með ágætum, en er það nóg?

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

„Svo eru ráðherrar sem hafa lifandi áhuga á þeim málaflokki sem þeir sinna og leggja sig fram við að koma góðum hlutum í framkvæmd. Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir er þessarar gerðar. Það liggur við að þátttaka hennar í þessari ríkisstjórn sé ein og sér ástæða til að styðja stjórnina.“

Þannig skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir leiðarahöfundur Fréttablaðsins, í blaðinu í dag. Kolbrúnu nægir næstum að Lilja sé í ríkisstjórninni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það dugar mér alls ekki. Í mínum huga féll ríkisstjórninni á byrjunarreit. Gerði sjálfa sig heimaskítsmát. Hvers vegna segi ég þetta? Jú, mér dugar að benda á eitt atriði. En af nógu er að taka.

Biðin eftir réttlætinu ræður mestu um að ég get ekki stutt ríkisstjórnina. Ráðherraseta Lilju Alfreðsdóttur breytir engu þar um.

„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti. Núverandi áætlanir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr gera ráð fyrir því að öryrkjar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skammarleg kjör. Það á að bjóða atvinnulausu fólki með fullan bótarétt upp á 217.000 kr. á mánuði. Lægstu laun á Íslandi standa enn í 280.000 kr. Þau duga ekki til framfærslu. Og fólk á lægstu launum er beðið að vera þakklátt fyrir 20.000 kr. því að hlutfallslega sé það nú ekki lítið. „Því miður þarf að bíða aðeins með réttlætið fyrir þig,“ er viðkvæðið, „en allt stendur þetta til bóta.“ Þegar þetta fátæka fólk er beðið um að bíða eftir réttlætinu er verið að neita því um réttlæti.“

Hér er tekið undir hvert orð Katrínar Jakobsdóttur. Viðsnúningur viðhorfa hennar til fátæks fólks rekur fjölda fólks í andstöðu við ríkisstjórnar hennar.

Fleira þarf ekki að taka til. Þetta er meira en nóg.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: