- Advertisement -

Kominn tími til að stjórnmálamenn stöðvi vitleysuna

Ég reikna ekki með að nokkrir stjórnmálamenn þori að gera það sem þarf að gera.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Guðmundur í Brim, nei, ÚR, nei, HB Granda, nei, Brim, gerir gys að lögum um hlutafélög, stjórnun fiskveiða og samkeppnislögum. Brim mátti ekki kaupa HB Granda, þannig að HB Grandi keypti bara nánast allt innan úr Brim, sem var búið að endurskíra Útgerðarfélag Reykjavíkur, og breytti síðan nafni HB Granda í Brim.

Einn snúningur er eftir í þessu, en hann er að ÚR verður HB Grandi og Brim II kaupi aflaheimildir úr fyrirtækinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú er kominn tími til að stjórnmálamenn stöðvi þessa vitleysu og stjórnvöld innkalli kvóta ÚR. Það er alveg ljóst að aflaheimildir Brim II og ÚR eru langt umfram það sem heimilt er að sé á einni hendi. Guðmundur á ÚR og 90,5% í Brim II og samanlagðar aflaheimildir þessara fyrirtækja er vel yfir leyfilegum mörkum. Ég reikna hins vegar ekki með að nokkrir stjórnmálamenn þori að gera það sem þarf að gera, þ.e. að framfylgja landslögum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: