- Advertisement -

Könnun MMR: LÍTIL ÁHRIF ORKUPAKKANS Á FYLGI FLOKKANNA

Gunnar Smári skrifar:

Ef þetta yrði úrslit kosninga myndi þingheimur skiptast svona (innan sviga er breyting frá kosningum:

  • Sjálfstæðisflokkur: 14 þingmenn (–2)
  • Framsókn: 8 þingmenn (–2)
  • VG: 9 þingmenn (–2)
  • Ríkisstjórnin: 31 þingmaður (–6)
  • Samfylkingin: 10 þingmenn (+3)
  • Píratar: 9 þingmenn (+3)
  • Viðreisn: 6 þingmenn (+2)
  • Stjórnarandstaða frá miðju: 25 þingmenn (+8)
  • Miðflokkur: 6 þingmenn (–1)
  • Flokkur fólksins: 3 þingmenn (–1)
  • Stjórnarandstaða frá hægri: 9 þingmenn (–2)
Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er ekki að sjá að vaxandi umræða um 3ja orkupakkann hafi mikil áhrif á fylgi flokkanna. Frá síðustu könnun MMR fyrir þremur vikum hefur fylgið breyst svona:

  • Sósíalistaflokkur: +1,4 prósentustig
  • Viðreisn: +1,4 prósentustig
  • VG: +1,3 prósentustig
  • Píratar: +0,1 prósentustig
  • Flokkur fólksins: +0,1 prósentustig
  • Miðflokkur: 0,0 prósentustig
  • Samfylkingin: –0,2 prósentustig
  • Framsókn: –1,4 prósentustig
  • Sjálfstæðisflokkur: –2,3 prósentustig

Þetta er allt breytingar innan vikmarka og því má draga þær saman í: Engar breytingar – þótt freistandi væri að skrifa: Sósíalistar vinna mest á

Frá kosningum hafa fylgissveiflur verið þessar, samkvæmt þessari könnun:

  • Sjálfstæðisflokkur: –5,2 prósentustig
  • Framsókn: –0,9 prósentustig
  • VG: –3,5 prósentustig
  • Ríkisstjórnin: –9,6 prósentustig
  • Samfylkingin: +2,0 prósentustig
  • Píratar: +4,2 prósentustig
  • Viðreisn: +2,5 prósentustig
  • Stjórnarandstaða frá miðju: +8,7 prósentustig
  • Miðflokkur: –1,7 prósentustig
  • Flokkur fólksins: –1,8 prósentustig
  • Stjórnarandstaða frá hægri: –3,5 prósentustig
  • Sósíalistaflokkurinn: +4,2 prósentustig

Það eru því ríkisstjórnarflokkarnir sem hafa tapað fylgi og stjórnarandstaðan til hægri en miðjuflokkarnir og sósíalistar hafa aukið við fylgi sitt. Annað er ekki að frétta.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: