- Advertisement -

Kostnaður við rafbíla mun jafnvel þrefaldast

Rafbílar eru misþungir.

Alþingi „Rafbílasamband Íslands bendir í umsögn sinni á að margir efnaminni einstaklingar upplifi aukið ferðafrelsi eftir að hafa eignast rafbíl vegna þess að ódýrara er að keyra þá. Verði frumvarpið að lögum þrefaldist ferðakostnaður rafbíls sem hlaðinn er með heimahleðslustöð á hvern ekinn kílómetra og fyrir vikið verði hagkvæmara að aka á sparneytnum eldsneytisbíl en rafbíl,“ þetta kemur fram í ræðu Guðbrands Einarssonar í Viðreisn við skattlagningu rafbíla.

„Í öðrum umsögnum sem bárust efnahags- og viðskiptanefnd er einnig vakin athygli á misræminu sem hin nýja gjaldtaka mun fyrirsjáanlega skapa. Í umsögn Félags íslenskra bifreiðareigenda er m.a. vísað til þess að verði frumvarpið að lögum verði kílómetragjald rafknúinnar bifreiðar af gerðinni Mazda MX-30 R-EV hið sama og eldsneytisskattar, þ.e. vörugjald, bensíngjald og kolefnisgjald, á hvern ekinn kílómetra á sambærilegri bensínbifreið af gerðinni Mazda 3 Prime-Line. Gjaldtakan vinni því að þessu leyti gegn loftslagsstefnu stjórnvalda. Í umsögninni er einnig bent á að tveir rafknúnir bílar geti verið mjög mismunandi þegar kemur að þyngd og þar af leiðandi sliti sem þeir valda á vegum. Því sé ekki í samræmi við gegnsæi, sanngirni eða umhverfisviðmið að sama kílómetragjald sé lagt á alla rafbíla,“ sagði Guðbrandur.

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér má lesa frumvarpið. Hér má lesa ræðu Guðbrands.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: