- Advertisement -

Krafa um jafnrétti og jöfnuð

Seld verður súpa þeim sem koma svöng og gefin þeim sem eiga ekki fyrir henni.

Láglaunakonur sem þrífa hótelin í Reykjavík munu hefja eins dags verkfall að morgni 8. mars, á baráttudegi kvenna. Sýnum samstöðu okkar í verki og hittum þær á Austurvelli í hádeginu þann dag, föstudaginn 8. mars kl. 12:00; skjótumst úr vinnunni eða skrópum, sýnum stuðning við þessa baráttu. Kvennabarátta er stéttabarátta og stéttabarátta er kvennabarátta.

Efnahagslegt sjálfstæði er frumskilyrði þess að konur fái notið ávaxta kvennabaráttu undanfarinna áratuga. Láglaunastefnan heldur stórum hópi kvenna niðri, kúgar þær og sviptir þær frelsinu.

Baráttukonur munu ávarpa fundinn. Seld verður súpa þeim sem koma svöng og gefin þeim sem eiga ekki fyrir henni. Mætið með gula gúmmíhanska á hægri hendi til að steyta hnefa og taka með því undir kröfur láglaunakvenna um jafnrétti og jöfnuð.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: