- Advertisement -

Kristrún er mætt og segir að sér virðist sem ríkisstjórnin hafi gufað upp

Það er eins og ríkisstjórnin hafi gefist upp, yfirgefið Alþingi og stóru efnahags- og velferðarmálin til að sinna einhverju allt öðru.

Kristrún Frostadóttir.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfykingarinnar, er mætt til starfa á Alþingi. Eftir að hafa verið í barnseignafríi. Fyrsta verk hennar nú var að kalla eftir ríkisstjórninni.

„Hvað er eiginlega í gangi hjá hæstvirt ríkisstjórn? Af hverju eru engir hérna til að taka á þeim málum sem virkilega brenna á? Eitt er að láta sig alþjóðamálin varða í vikunni en hæstvirtir ráðherrar hljóta að átta sig á því að slíkt kemur ekki í staðinn fyrir forystu hér í innanlandsmálum. Fólkið í landinu er að bíða eftir aðgerðum. Nú er ég snúin aftur eftir fæðingarorlof og sé á dagskrá Alþingis að það er ekkert að gerast. Það er lítið á dagskrá og þingfundum er frestað. Ég ætlaði að eiga hér í dag orðastað við eitthvert af forystufólki hæstvirtrar ríkisstjórnar, en ekkert þeirra ætlar að láta sjá sig hér á Alþingi í dag og sitja undir svörum, t.d. um verðbólgu, vexti, verkföll og húsnæðismál, enda virðist þeim líða best á meðan pólitíska umræðan hverfist um mál sem snúast ekki um veruleika venjulegs fólks, þótt þetta sé því efst í huga þessa dagana, efnahags- og velferðarmálin.

Það er eins og ríkisstjórnin hafi gefist upp, yfirgefið Alþingi og stóru efnahags- og velferðarmálin til að sinna einhverju allt öðru. Ég vil því fara þess á leit við hæstvirtan forseta að óundirbúnar fyrirspurnir með einhverjum af leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna verði settar á dagskrá síðar í vikunni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: