„Ég veit satt best að segja ekki eftir hverju hv. þingmaður er að fiska hérna. Við erum vinir Bandaríkjanna. Ég hef ekkert á móti sterkari og öflugri samskiptum við Bandaríkin. Öll samskipti sem hafa átt sér stað á öllum lögum íslenskrar stjórnsýslu hafa verið jákvæð gagnvart Bandaríkjunum. Það að ég sem forsætisráðherra sé ekki komin með fund í Hvíta húsinu — já, það er kannski miður,“ sagði Kristrún Frostadóttir við spurningum Sigmundar Davíðs formanns Miðflokksins.
Þegar hér var komið kallaði Sigmundur: „Símtal.“
Kristrún hélt áfram: „Það er ekki sérstök staða að finna sig í enda er langt síðan íslenskur forsætisráðherra fór einsamall á tvíhliða fund Bandaríkjaforseta og það veit fyrrum forsætisráðherra vel sjálfur.“
Aftur kallar SDG: „Símtal.“
Það er mjög jákvætt…
„Það er ekki mér á móti skapi að eiga frekari samskipti við Bandaríkin. Öll okkar samskipti hafa verið jákvæð og allar þær línur sem hafa borist því lagi stjórnmálanna í Bandaríkjunum hafa verið jákvæðar. Hér verður ekki fiskað upp úr þeirri tjörn að þessari ríkisstjórn sé eitthvað í nöp við Bandaríkin. Það er mjög jákvætt að eiga í samskiptum við þau. Við munum efla þau nánar.“
Enn kallaði formaður Miðflokksins: „Með símtali.“
„Við spyrjum bara að leikslokum hvernig það fer. Það liggur inni beiðni um fund með Bandaríkjaforseta og við fylgjum því fast á eftir, háttvirtur þingmaður,“ sagði forsætisráðherra.
Áður en kom að þessari ræði hafði Sigmundur Davíð talað tvisvar og Kristrún einu sinni. Hér að neðan er hægt að lesa ræðurnar: