- Advertisement -

Kvöldganga: Meistarahendur, Ásmundarsafn annað kvöld

Menning Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt og listgreinakennari gengur með gestum um höggmyndagarð  Ásmundarsafns. Í tilefni af göngunni er verður opið í Ásmundarsafni til kl. 22 en þar stendur yfir sýningin Ásmundur Sveinsson – Meistarahendur þar sem gefur að líta verk sem spanna langan feril listamannsins.

Gangan er hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur, Borgarbókasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns Reykjavíkur sem bjóða upp göngur á fimmtudagskvöldum í sumar. Leiðsögnin hefst kl. 20 við inngang Ásmundarsafns að Sigtúni. Allir eru velkomnir og þátttaka í göngunni er ókeypis. Almennur aðgangseyrir er að sýningunni í Ásmundarsafni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: