- Advertisement -

Kynferðisglæpamenn sleppa betur vegna seinvirks dómskerfis

Þorbjörg Sigríður Gunnlauggsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari, benti á merkilegar staðreyndir í þingræðu. Hún sagði:

„Í dómum er gjarnan talað um það að ákæruvaldið hafi ekki getað gefið skýringar á töfum. En svarið er ekki flóknara en það að kerfið hefur ekki undan. Kynferðisbrotamálin eru erfið í rannsókn. Mörg þeirra eru felld niður og hlutfallslega fá leiða til dóms. Þá er það óboðlegt að menn sem eru sakfelldir fyrir svo alvarleg brot sæti vægari refsingu, fái vægari dóm en dómstólar telja að hefði verið eðlilegt, bara vegna málsmeðferðartíma. Ég vil hvetja hæstvirtan dómsmálaráðherra til að stíga hér niður fæti og bregðast við. Lausnin á þessum vanda er ekki náðanir sem dómsmálaráðherra er að leggja til. Ég skil þær út frá réttindum sakborninga en þar er verið að tækla afleiðingar vanda en ekki rót. Rafræn áhersla og betrumbót er af hinu góða en mun ein og sér ekki leysa vandann.“

Dómsmálaráðherrann, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, svaraði meðal annars svona: „Það er auðvitað viðvarandi vandamál ef aðilar fá ekki úrlausn sinna mála fyrir dómstólum fyrir en langt um líður og hér þarf auðvitað að fylgjast vel með.“ Og síðar sagði hún: „Ég mun auðvitað vinna áfram að þessu enda er málsmeðferðartími kynferðisbrota eitthvað sem þarf virkilega að skoða.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: