- Advertisement -

Láglaunafólk á efnahagslegu hamfarasvæði

Þið hafið verið sökuð um að valda hamförum í ferðaþjónustunni.

Sólveig Anna skrifar:

Það má segja að láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu sé fast á efnahagslegu hamfarasvæði. Launin eru svo lág að þegar skattar og gjöld hafa verið greidd standa kannski eftir 260-280.000 krónur á meðan að 65 fermetra, tveggja herbergja kjallaraíbúð, er til leigu á 180 þúsund krónur á mánuði. Aldrei hafa fleiri félagsmenn Eflingar verið á leigumarkaði sem þýðir að aldrei hafa fleiri félagsmenn Eflingar verið án þess möguleika að komast í eigið húsnæði, sama hvað unnið er mikið og lengi;

þú leggur nákvæmlega ekkert fyrir þegar efnahagslegar aðstæður í lífi þínu eru með þessum hætti.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Eignastéttinni hefur verið veittur aðgangur að lágtekjufólki og hefur fengið að fara sínu fram; hefur fengið að auðgast á kostnað hinna eignalausu.

Eignastéttinni hefur verið veittur aðgangur að lágtekjufólki og hefur fengið að fara sínu fram; hefur fengið að auðgast á kostnað hinna eignalausu. Og þegar fólk sýnir að það sættir sig ekki við þennan samfélagslega ósóma, sýnir að það er tilbúið til að berjast fyrir betri og réttlátari tilveru, þarf það að sitja undir ásökunum um að vilja valda hamförum.

Þvílíkur staður sem við erum stödd á í þessu samfélagi.

Þið hafið verið sökuð um að valda hamförum í ferðaþjónustunni. Hverju svarar þú því? „Ég tel að það sé íslenska auðstéttin sem að hafi valdið hamförum í íslensku efnahagslífi á síðustu áratugum. Ég tel ekki að verkalýðshreyfingin beri ábyrgð á því. Ég held að líf fólks á lægstu launum sem hefur þurft að búa við óðaverðbólgu í langstærsta einstaka útgjaldalið heimilanna sem er húsnæðiskostnaður á síðustu árum hafi verið að upplifa hægfara hamfarir í sínu lífi, því miður. Ég held að áhrifin af þessum verkfallsaðgerðum séu dropi í hafið í samanburði við það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: