- Advertisement -

Lágskattastefna nýfrjálshyggjuáranna og skattasamkeppni er niðurbrot samfélaga

Gunnar Smári skrifar:

Skattar á fjármagn og stórfyrirtæki mun óhjákvæmilega hækka á næstu árum. Niðurstaða lágskattastefnu nýfrjálshyggjuáranna, skattasamkeppni milli landa og lágvaxtastefnu gagnvart alþjóðlegum fyrirtækjum er niðurbrot samfélaga, lýðræðis og almannavalds gagnvart auðvaldinu. Valið er um að halda áfram á þeirri braut, og óbreytt stefna er ákvörðun um það (kallast stöðugleiki á Íslandi) því óbreytt stefna heldur áfram að mylja samfélagið undir sig; eða að snúa af braut og taka aftur upp skattastefnu eftirstríðsáranna, sem fólst í því að skattleggja þau sem voru aflögufær til að byggja upp samfélag sem tryggði öllum nokkurn rétt, öryggi og velferð. Enn sem komið er Sósíalistaflokkurinn eini flokkurinn sem hefur lagt til skattabreytingar í þessum anda.

Hér er sagt frá þrýstingi Frakka á að færa skattlagningu á alþjóðlegum stórfyrirtækjum upp í 25%. Sú krafa er innan skattamarka flestra landa, en ekki hérlendis þar sem tekjuskattur fyrirtækja er aðeins 20%. Varnir þjóða heims gagnvart völdum og yfirgangi alþjóðlegra fyrirtækja mun því ekki aðeins hafa bein áhrif hérlendis (það opnast t.d. tækifæri til að skattleggja Alcoa með eðlilegum hætti) heldur mun þessi þróun þrýsta upp skattlagningu á fjármagn og innlend fyrirtæki, einkum stærri fyrirtæki (sósíalistar gera ráða fyrir þrepaskiptum fyrirtækjaskatti). En til þess að svo verði þurfa landsmenn að kjósa flokka sem ráða við pólitík.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: