- Advertisement -

Landakaupin og viljaleysi stjórnvalda

Hvað skýrir viljaleysi stjórnvalda gegn óheftum landakaupum á Íslandi? Sannast ekki bara enn og aftur að íslensk stjórnmál snúast fyrst og síðast um hagsmunagæslu? Væri vilji til að setja höft gegn landasölu væri búið að því.

Ívar Valgarðsson, sem teiknar allt of sjaldan í Moggann, hittir enn naglann á höfuðið með mynd sinni í blaðinu í dag. „Fréttaskýring“ Ívars er eflaust hárrétt. Peningar skipta miklu og margir falla þegar þeir eru í boði. Jafnt jarðareigendur og aðrir. Hvað með stjórnmálamenn?

Villi Bjarna, Vilhjálmur Bjarnason fyrrum þingmaður, skrifar í Moggann í dag. Þar segir hann:

Vilhjálmur Bjarnason:
„Það er talað um gegn­sæi í viðskipt­um á verðbréfa­markaði. Það sama á við um eign­ar­hald á landi.“

„Þegar kem­ur að söfn­un á lönd­um, þá þarf að huga að efni máls. Hvað býr und­ir? Hvort held­ur út­lend­ing­ur eða Íslend­ing­ur kaup­ir. Það er talað um gegn­sæi í viðskipt­um á verðbréfa­markaði. Það sama á við um eign­ar­hald á landi.

Það ber að gjalda sér­stak­an var­hug við því ef ætla má að er­lend þjóðríki hyggi á landa­kaup, um­fram þarf­ir vegna sendi­ráða. Hvað er eft­ir­sókn­ar­vert við Grímsstaði á Fjöll­um annað en víðátt­ur, 1% af Íslandi? Það er mik­il ást á víðáttu að kaupa það fyr­ir fúlg­ur, sem fólk skil­ur ekki. Skýr­ing­ar eins hugs­an­legs kaup­anda voru ekki trú­verðugar. Höfn í Finnafirði þarfn­ast skýr­inga.

Það er álita­mál hvort ekki sé nauðsyn­legt að fjalla um landa­söfn­un út frá þjóðarör­yggi. Smá þjóðríki eru jafn­vel agn­arsmá and­spæn­is efna­fólki í fjar­læg­um alþýðulýðveld­um eða and­spæn­is kex­fram­leiðanda. Hinn smái hef­ur þó að lok­um lög­gjaf­ar­valdið í hendi sér. Það kann að vera björg í því.“

Má vera rétt að við höfum löggjafarvaldið. Hins vegar er óskýrt hvers vegna því er ekki beitt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: