- Advertisement -

Laun forsætisráðherra hafa stórhækkað

Hagur forsætisráðherra Íslands hefur batnað mikið, í samanburði við aðra forsætisráðherra á Norðurlöndum.

1970 var Bjarni Benediktsson ekki hálfdrættingur á við kollega sína. Nú er öldin önnur. Las þetta á Vísi frá 1970:

„Danska blaðið BT gerði nýlega athugun á launakjörum forsætisráðherranna á öllum Norðurlöndum. Hefur blaðið birt laun þeirra og reiknað með hinu opinbera gengi á einstökum gjaldmiðli. Samkvæmt könnuninni hefur Olof Palme, forsætisráðherra Svía, hæst laun, eða yfir þrjár milljónir íslenzkra króna á ári. Íslenzki forsætisráðherrann fær hins vegar um fimmta hluta af þessu á ári, rúmar 600 þúsund íslenzkar krónur. Blaðið segir, að erfitt sé að bera saman launin og ekki nægilegt að nota hið opinbera gengi. Taka yrði tillit til kaupmáttarins. Ennfremur verði að reikna með hvers konar fríðindum, til dæmis fríu húsnæði, ráðherrabíl og þvf um líku. Um forsætisráðherra íslands, sem verður langsamlega neðstur f samanburðinum, segir blaðið: „Verðlag og tekjur á íslandi eru ekki sambærilegar við önnur Norðurlönd, en samt, – þetta er lítilræði.“ Svo segir danska blaðið BT.“

Nú er öldin önnur. Í tveggja ára gamalli frétt í Mogganum segir:

Katrín Jak­obs­dótt­ir er í 17. sæti lista banda­ríska dag­blaðsins USA Today yfir tutt­ugu „launa­hæstu þjóðarleiðtoga heims­ins.

Katrín er ofar á list­an­um en þeir Leo Varadkar, for­sæt­is­ráðherra Írlands, Jimmy Morales, for­seti Gvatemala, og Édouard Philippe, for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands, sem rek­ur lest­ina í 20. sæti. For­sæt­is­ráðherr­ar Dan­merk­ur og Svíþjóðar eru í 15. og 16. sæti fyr­ir ofan Katrínu.“

Olof Palme, forsætisráðherra Svía. Hann er samkvæmt þessu best launaður ráðherranna. Hefur hann 3 milljónir og 120 þúsund krónur á ári. Með aukatekjum.

Milmar Baunsgaard, forsætisráðherra Dana. — Hann hefur í  árslaun 2 milljónir og 340 þúsund íslenskar krónur. Með þessu eru reiknaðar auka tekjur.

Mauno Koivisto, forsætisráðherra Finna. Hefur eina milljón og 740 þúsund krónur í laun á ári. Hann er í orlofi sem bankastjóri Þjóðbankans.

Per Borten, forsætisráðherra Noregs. Hann hefur í árslaun eina milljón og 512 þúsund krónur.

Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. Hann hefur í árslaun, segir BT, 624 þúsund krónur Það er minna en helmingur af launum Per Bortens í þessum samanburði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: