- Advertisement -

Launavitleysan flýgur enn hærra

Það er orðið löngu tímabært að horfa til þess að stilla samfélagið af.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og annar varaforseti Alþýðusambandsins, skrifar:

Það er með ólíkindum hversu mikið launabil er orðið í samfélaginu. Við erum að sjá toppa í fyrirtækjunum með tugi milljóna á mánuði. Við erum að sjá forstjóra ríkisfyrirtækja sem voru leystir undan kjararáði þar sem þeir hækka jafnvel um yfir milljón á mánuði. Við þurfum ekki að horfa lengra en til ríkisfyrirtækisins Landsvirkjunar þar sem toppurinn hefur skriðið töluvert frá hinum almenna starfsmanni innan fyrirtækisins (sem reyndar tengist líka ákvörðun kjararáðs enda fv. formaður kjararáðs var formaður stjórnar LV).

Það er orðið löngu tímabært að horfa til þess að stilla samfélagið af í þessum efnum. Það verður að vera eðlileg tenging á milli launa, vinnutíma og vinnuframlags.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er sem sagt komið í ljós að varnaðarorð mín um að leggja niður kjararáð myndi ekkert laga. Vitleysan hefur sennilega komist á enn meira flug í mörgum tilfellum!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: