- Advertisement -

Leið Seðlabankans notuð í peningaþvætti?

Oddný Harðardóttir skrifar:

Fjárfestingarleiðin var liður í því að lyfta fjármagnshöftunum. En var hún notuð sem peningaþvætti? Ef grunur er um slíkt þarf opinbera rannsókn. Reyndar tel ég afar mikilvægt að almenningur fái að vita um þetta og fái skýr svör.

Var það svo að þeir sem fóru með peningana út í felur fyrir hrun, án þess að greiða skatta, gjöld eða skuldir sínar, hafi komið með þá aftur inn í gegnum fjárfestingaleiðina og grætt þannig á erfiðri stöðu okkar sem einhverjir þeirra tóku jafnvel þátt í að skapa?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það eru svona vangaveltur sem verður að svara alveg skýrt. Það er ekki nóg að segja að bönkunum hafi verið falið að meta þá sem fengu að taka þátt í fjárfestingarleiðinni. Við þurfum að vita meira.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: