- Advertisement -

Leigjendur eru undir linnulausri fjárkúgun

Ef þú borgar ekki hendi ég þér og fjölskyldunni út á götuna.

Gunnar Smári skrifar:

Stjórnvöld og allar stofnanir ríkisins sofa varla á nóttinni af áhyggjum yfir hinu svokallaða svigrúmi fyrirtækjaeigenda, hvort þau hafi svigrúm í rekstri sínum til að borga starfsfólkinu laun sem duga fyrir framfærslu út mánuðinn.

Stjórnvöld láta sér hins vegar í léttu rúmi liggja að svigrúm leigjenda til að borga hærri leigu brast fyrir átta árum síðan; frá þeim tíma hafa leigusalar þvingað leigjendur til að borga meira en þeir ráða við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og svo enn meira og svo enn meira.

Leigjendur eru undir linnulausri fjárkúgun: Ef þú borgar ekki hendi ég þér og fjölskyldunni út á götuna. Viðbrögð stjórnvalda? Þau kaupa tvo tveggja og hálfs tíma símatíma af Neytendasamtökunum, þar sem leigjendur geta hringt og kvartað.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: