- Advertisement -

Leitaði ásjár þingforseta en fékk ekki

Ráðherra svaraði hins vegar ekki spurningunni, hún svaraði henni alls ekki.

„Ég er bara að biðja um skýrt svar, já eða nei, hæstvirtan ráðherra: Er það mannúðleg stefna að reka konu sem gengin er 36 vikur úr landi með flugvél?“

Það var Helga Vala Helgadóttir sem þannig spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Dómsmálaráðherrann svaraði:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þingmenn ráða sínum spurningum, ráðherrar ráða sínum svörum.

„Eins og segir í lögum okkar er það fyrir heilbrigðisstarfsfólk að meta en ekki lögfræðinga hvenær aðila er stefnt í hættu með því að fara um borð í flugvél og vera vísað af landinu. Ég er auðvitað mannleg líkt og aðrir þingmenn og það olli mér ugg að sjá fréttirnar. En það lágu fyrir skýr tilmæli heilbrigðisyfirvalda um að það væri ekki hætta á ferðum í þessu máli,“ og svo framvegis án þess að svara spurningu Helgu Völu.

Helga Vala var ósátt og ræddi fundarstjórn forseta: „Ég er hingað komin til að óska eftir aðstoð hæstvirts forseta vegna þess að borin var fram einföld og skýr spurning þar sem óskað var eftir já- eða nei-svari frá hæstvirtur ráðherra. Ráðherra svaraði hins vegar ekki spurningunni, hún svaraði henni alls ekki. Það skiptir engu máli hvaða hæstv. fjármálaráðherra fussar hér á bak við, spurningunni var ekki svarað. Það er bara þannig. Það var óskað eftir skýrum svörum frá hæstvirtum ráðherra og ég bið í mestu einlægni hæstvirtum forseta um að aðstoða svo að ráðherra svari þeim spurningum sem til hennar er beint.“

Steingrímur J. Sigfússon þingforseti svaraði: „Þetta varðar ekki fundarstjórn forseta. Þingmenn ráða sínum spurningum, ráðherrar ráða sínum svörum. Um það er ekki fleira að segja.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: