- Advertisement -

Leitar til Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar sem neitar að afhenda gögnin

Atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna átti að hefjast á morgun en Efling hefur neitað að afhenda kjörskrá.

„Öll nálgun, öll framkvæmd, allt framferði ríkissáttasemjara er svo gagnrýnivert að það er varla hægt að koma orðum að því. Það er svo mörgum spurningum ósvarað að við munum ekki afhenda kjörskrána,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

„Ég hef reiknað með því að Efling myndi afhenda kjörskrána til þeirra aðila sem annast kosninguna fyrir okkur. Nú hefur það ekki gerst og hef ég að vandlega íhuguðu máli ákveðið að leita liðsinnis héraðsdóms Reykjavíkur til að kjörskráin skili sér á réttan stað,“ segir Aðalsteinn Leifsson.

Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir stendur yfir hjá um þrjú hundruð félagsmönnum Eflingar. Hún klárast á mánudag og gætu verkföll hafist viku síðar, nema miðlunartillagan verði samþykkt í millitíðinni.

Fréttin er fengin af ruv.is nema fyrirsögnin. Ritstjóri Miðjunnar er eini starfsmaðurinn. Er án ríkisstyrkja.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: