- Advertisement -

Leysir bleyja vandann?

Sigrún Jónsdóttir söngkona skrifar athyglisverða grein í Moggann í dag. Þar lýsir hún vel ömurlegri stöðu í heilbrigðiskerfinu. Miðjan birtir hér tvo kafla úr grein Sigrúnar.

Pabbi er sem sé of sjálf­bjarga og á bara að redda þessu!

Nefnd sem vel­ur úr þá sem fá inni á hjúkr­un­ar­heim­il­um reikn­ar út hvernig sá ein­stak­ling­ur, sem um vist­un­ina sæk­ir, skor­ar á færni- og heil­sum­at­inu. Það er því að mín­um skiln­ingi reikn­ings­dæmi sem sker úr um hversu hjálp­arþurfi hún er. Það hef­ur verið vitað mál síðasta ára­tug­inn hið minnsta að það hef­ur fjölgað mikið í hópi aldraðra. Við lif­um leng­ur, sem þakka má lækna­vís­ind­un­um, og á meðan fækk­ar í hópi þeirra yngri því barneign­um hef­ur fækkað. Hvers vegna hef­ur stjórn­völd­um láðst að bregðast við þess­um breyt­ing­um í tíma? Að und­ir­búa það sem koma skal með for­sjálni þannig að næg pláss séu fyr­ir hendi þegar á þarf að halda. Mönnuð starfs­fólki sem væri launað á mann­sæm­andi hátt svo eft­ir­sókn væri eft­ir þeim störf­um sem til falla á stofn­un­um fyr­ir aldraða. En hvað verður nú um mömmu? Verður hún út­skrifuð og send heim þar sem ástandið verður alltof erfitt fyr­ir hana og ekki síður pabba sem reyn­ir að gera sitt besta þar til hann get­ur ekki meira? Hans lífs­gæði verða veru­lega skert og hann gæti þurft á þjón­ustu að halda eins og mamma, ekki er það ódýr lausn. Verður mamma sett í biðvist­un á ein­hverri þeirra þriggja stofn­ana sem eru í boði, á Víf­ils­stöðum, Akra­nesi eða Borg­ar­nesi? Fær hún inni á hjúkr­un­ar­heim­ili í sinni heima­byggð og á mögu­leika á ævikvöldi með þokka­legri reisn? Ég held að svarið verði nei. Sú lausn er ekki í boði, því mamma er ekki nægi­lega ósjálf­bjarga, hún hef­ur pabba sem er að verða níræður og hann redd­ar þessu.

Sigrún bætir við:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég var að springa úr reiði og sorg þegar fjöl­skyldufund­in­um með for­eldr­um mín­um og öldrun­art­eymi því sem sér um mál mömmu lauk.

Fólkið sem byggði upp landið okk­ar Ísland, fólkið sem fædd­ist upp úr alda­mót­un­um 1900 og fram eft­ir öld­inni og þau sem fædd­ust fyr­ir seinna stríð. Þau sem enn lifa af kyn­slóðinni sem fædd­ist upp úr 1930, og eiga við heilsu­brest að stríða, þeim er ekki gert hátt und­ir höfði þegar kem­ur að því að þau þurfa að kom­ast á hjúkr­un­ar­heim­ili. Nei al­deil­is ekki! Mamma vill kom­ast á hjúkr­un­ar­heim­ili því hún treyst­ir sér ekki til að vera heima leng­ur. Hún get­ur ekki séð um sig sjálf og er kom­in með heila­bil­un. Til að kom­ast inn á áður­nefnt heim­ili þarf að vera helst al­veg ósjálf­bjarga lík­am­lega og and­lega, þ.e. heila­bilaður eða annað hvort. Ég var að springa úr reiði og sorg þegar fjöl­skyldufund­in­um með for­eldr­um mín­um og öldrun­art­eymi því sem sér um mál mömmu lauk. All­ar upp­lýs­ing­ar um stöðu mála voru grein­argóðar og fag­leg­ar en al­veg skýrt að hún ætti nán­ast enga von um að kom­ast inn á hjúkr­un­ar­heim­ili á næst­unni. Það væri hægt að sækja um færni- og heil­sum­at en hún fengi ör­ugg­lega neit­un um vist á þar til gerðri stofn­un. Ástæðan meðal ann­ars: Jú, pabbi, sem er að verða níræður, hann keyr­ir enn þá, sæk­ir björg í bú og hef­ur séð um mömmu síðustu tvö árin, af veik­um mætti en elju­semi. Hann er sjálf­ur orðinn slit­inn, mátt­far­inn, dett­inn, far­inn að gleyma og ekki í stakk bú­inn lík­am­lega til að sinna svo mik­illi umönn­un og hvað þá að vera ríg­bund­inn, því hún mamma get­ur ekki verið ein. Hún fær böðun einu sinni í viku, send­an mat heim dag­lega, sjúkraþjálf­un heim viku­lega og þrif tvisvar í mánuði að ógleymd­um ör­ygg­is­hnapp­in­um. Pabbi er sem sé of sjálf­bjarga og á bara að redda þessu! Þar sem mamma kemst ekki leng­ur hjálp­ar­laust á sal­ernið og þarf þangað tvisvar til þris­var á nóttu, þá má leysa það vanda­mál með því að skella á hana bleyju yfir nótt­ina. Það er ekki of­sög­um sagt að tvisvar verður gam­all maður barn. 


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: