- Advertisement -

Lífeyrir undir framfærslu er ofbeldi

Verst stöddu öryrkjar fá enga hækkun lífeyris.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Ég hef bent á, að ef lífeyrir aldraðra og öryrkja, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði þá væri það mannréttindabrot. Öryrkjabandalagið segir, að það sé ofbeldi, að skammta lífeyri undir framfærslukostnaði, sbr. mótmælaspjald Öryrkjabandalagsins við Alþingishúsið. Ég er einnig sammála því.

19. mars heldur Öryrkjabandalagið málþing undir yfirskriftinni: Eru öryrkjar fólkið með breiðu bökin.

Það er góð yfirskrift og full ástæða til að taka það efni fyrir miðað við framkomu stjórnvalda við öryrkja: Kjör öryrkja skert um tugi milljarða síðustu rúma 26 mánuði vegna þess að krónu móti krónu skerðing hefur ekki verið afnumin; öryrkjar fá enn ekki leiðréttingu vegna búsetuskerðingar þó umboðsmaður alþingis og félagsmálaráðherra hafi ákveðið að öryrkjar eigi að fá leiðréttingu. Verst stöddu öryrkjar fá enga hækkun lífeyris, ekki fremur en aldraðir og þannig má áfram telja.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: