- Advertisement -

Lífeyrissjóðir fjármagni íbúðir

„NÝFRJÁLSHYGGJAN NÁÐI INN Í KERFIÐ, EINS OG ÖNNUR SAMFÉLAGLEG KERFI Í ALLTOF RÍKUM MÆLI, EINS OG VEL ER ÞEKKT.“

Drífa Sæland, forseti ASÍ, skrifar helgarpistil, þar sem lífeyriskerfið viðfangsefnið.

„Það er bráðnauðsynlegt hverfa frá miklum skerðingum frá almannatryggingum vegna útgreiðslu úr lífeyrissjóðum. Fólk verður að hafa viðunandi afkomu og hag af því að safna í sjóðina, annars er kerfið tilgangslaust. Lífeyrissjóðirnir eiga einnig að vera fremstir í flokki gagnsærra, samfélagslegra meðvitaðra fjárfestinga til að ávaxta pund sjóðfélaga.,“ skrifar Drífa.

Drífa vill einnig að lífeyrissjóðirnir fjármagni íbúðir:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég vil til dæmis að sjóðirnir komi miklu sterkar inn í fjármögnun á góðu húsnæði á eðlilegum kjörum og verði því hluti af lausn þeirra vandamála sem launafólk stendur frammi fyrir hverju sinni. Sjóðunum á að beita til að efla hag okkar í gegnum fjárfestingar en án þess að lykilhlutverk þeirra glatist, að standa undir framfærslu okkar á efri árum.“

Á öðrum stað í grein sinni skrifar Drífa:

„Nýfrjálshyggjan náði inn í kerfið, eins og önnur samfélagsleg kerfi í allt of ríkum mæli, eins og vel er þekkt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: