- Advertisement -

Lífeyrissjóðir lýðræðisvæði atvinnulífið

Yfirgangur og frekja fyrirtækjaeigenda og –stjórnenda veldur starfsfólki ómældri vanlíðan, kvíða og öðru hugarangri.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Lífeyrissjóðirnir eiga nú 39% af hlutabréfum í kauphöllinni, sé miðað við yfirlit yfir stærstu hluthafana, en 51% ef við gerum ráð fyrir að lífeyrissjóðir eigi álíka mikið í þeim bréfum sem ekki er getið á listum yfir stærstu hluthafa. Lífeyrissjóðirnir eiga örugglega meirihluta hlutabréfa í Reitum, Festi, Reginn, Icelandair, Högum, Eik, Eimskip og Sýn. Og líklega nærri meirihluta í VÍS, Skeljungi, Sjóvá og Símanum. Og jafnvel í Marel, en þá þyrftum við að telja með erlenda lífeyrissjóði, svo við skulum sleppa því. Lífeyrissjóðirnir eiga því meirihluta í þrettán af nítján félögum í kauphöllinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Starfsmenn verði valdir úr hópi almennra starfsmanna.

Ástæða þess að ég bendi á þetta er tillaga sem ég vil gera; að lögum um lífeyrissjóði launafólks verði breytt þannig að þeim verði gert skylt að tilnefna og kjósa stjórnarmenn úr röðum starfsmanna þeirra félaga sem þeir fjárfesta í. Og að þessir starfsmenn verði valdir úr hópi almennra starfsmanna, ekki úr framkvæmdastjórn eða úr hópi annarra yfirmanna. Með þessu mætti nota lýðræðisvæðingu kapítalsins, sem fellst í sjóðasöfnun lífeyrissjóðanna og fjárfestingum þeirra, til að lýðræðisvæða atvinnulífið. Og ekki veitir af; yfirgangur og frekja fyrirtækjaeigenda og –stjórnenda veldur starfsfólki ómældri vanlíðan, kvíða og öðru hugarangri.

Ef við gerum ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir fari með álíka atkvæðamagn og sem nemur hlut þeirra meðal stærstu hluthafa gætum við gert ráð fyrir að starfsfólk fengi svona mörg stjórnarsæti:

Starfsfólk í meirihluta:
6 af 7: 
Reitir
5 af 7: Festi, Reginn, Icelandair, Hagar og Eik 
4 af 7: Eimskip, Sýn, VÍS, Skeljungur, Sjóvá, Síminn og TM

Starfsfólk í minnihluta:
3 af 7:
 Marel, HBGrandi og Origo
1 af 7: Kvika, Arion og Heimavellir

Í tilfelli Heimavalla færi best á að lífeyrissjóðirnir myndu nýta atkvæðamagn sitt til að kjósa leigjenda í stjórnina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: