- Advertisement -

Lífeyrissjóðir og fákeppnisfélög

Fé lífeyrissjóða er almannafé.

Ragnar Önundarson skrifar:

Grátbroslegt er að lífeyrissjóðir skuli fjárfesta í fákeppnisfélögum, sem ná ávöxtun með því að okra á neytendum / sjóðfélögum. Slíkt er hringavitleysa. Við þurfum að gera það óhagstætt fyrir hluthafana að félag sé fákeppnisfélag. Við getum t.d. gert það með því að leggja hærri skatt á fenginn arð úr slíkum félögum, þó starfsskilyrði félagsins sjálfs fylgi almennum skattakjörum.

Ef lífeyrissjóðir fjárfesta í innlendu félagi verður sá rekstur að vera almenningi í hag. Fé lífeyrissjóða er almannafé. Ef lífeyrissjóðir samþykkja að vera „meðfjárfestar“ einkaaðila, sem vilja hesthúsa gróða fákeppnisrekstrar með sjálftöku gegnum verðlagið, þá samþykkja þeir vitleysuna og taka þátt í henni. Það gengur ekki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: