- Advertisement -

Lífeyrissjóðir, samtrygging? Nei.

Nýlega fékk fráfarandi bankastjóri Arion banka 150 milljónir í starfslokagreiðslu.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifaði rétt í þessu:

Fyrir þá sem halda því fram að samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna sé fyrir láglaunafólkið og sé öryggisnet þeirra tekjulægstu.

Nýlega fékk fráfarandi bankastjóri Arion banka 150 milljónir í starfslokagreiðslu. Það jafngildir 312.500 kr. launum, á mánuði, í 40 ár. 
Því má ætla að eftirlaunaréttindi bankastjórans fráfarandi hafi jafnframt aukist, með einni greiðslu, sem nemur vinnuframlagi láglaunafólks, í fullu starfi, í 40 ár eða heila starfsævi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Orðið samtrygging á ekki við þegar kemur að lífeyrissjóðum, nema þá helst sem öfugmæli.

Þetta var greiðsla fyrir að hætta störfum vegna þess að afkoma bankans, undir hans stjórn, var undir væntingum. Mánaðarlaun hans voru árið 2018 rúmar 5,6 milljónir á meðan lágmarks tekjutrygging láglaunafólks, fyrir fullt starf, var rétt að merja 300 þúsund kallinn.

Ef við setjum þetta í samhengi við þau réttindi sem ávinnast innan lífeyrissjóðakerfisins, sem eru 74 til 76% af meðaltekjum, er hægt að álykta sem svo að orðið samtrygging á ekki við þegar kemur að lífeyrissjóðum, nema þá helst sem öfugmæli. Öfugt við skattkerfið sem þó reynir að tryggja öllum jafnan aðgang að grunnþjónustu óháð tekjum eða stöðu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: