- Advertisement -

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Gamma

Þess vegna þurfa lífeyrissjóðir að huga að siðferðisþættinum í fjárfestingum.

Hallgrímur Óskarsson skrifar:

Lífeyrissjóður Vestmannaeyja fékk 459 milljónir í iðgjöld sjóðfélaga árið 2016. Það ár átti hann 805 milljónir í sjóðum GAMMA. Það er nokkuð bratt. Almenningur verður að geta gert þá kröfu að lífeyrissjóðir ávaxti í traustum eignum, húsnæðislánum, leigufélögum eða í stórum, áhættudreifðum erlendum verðbréfasjóðum. Almenningur vill ekki að lífeyrissjóðir fjárfesti milliliðalaust í einstökum fyrirtækjum sem geta verið rekin hvernig sem er. Þannig félög sem fá mikla innspýtingu frá lífeyrissjóðum geta greitt sér út arð sem þurrkar út möguleika lífeyrissjóða til að hagnast eðlilega á sinni fjárfestingu. Þess vegna þurfa lífeyrissjóðir að huga að siðferðisþættinum í fjárfestingum og marka skýrari stefnu um hvaða fjárfestingar þykja siðferðislega í lagi. Vil þó taka fram að það er ýmislegt sem Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hefur verið að gera rétt, síðustu ár, því hann hefur náð ágætum árangri í heild hvað ávöxtun varðar, miðað við aðra sjóði, sjá á www.PensionPro.is

Þú gætir haft áhuga á þessum
Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: