- Advertisement -

„Lífskjörin eru tekin að láni“

Niðurstaðan er að ríkissjóður er ósjálfbær.

„Þetta meirihlutasamstarf krefst málamiðlana, eðlilega. Svo er alltaf. En það breytir því ekki að þó að þrír flokkar starfi saman og þurfi að gera málamiðlanir eru þeir samt ekki lausir undan þeirri ábyrgð að geta tekið stöku ákvörðun. Það virðist einhvern veginn vera þannig í þessu samstarfi að pólarnir tveir draga fram það versta hvor í öðrum, að það vantar upp á aðhald og ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Það virðist vera afleiðing af því að vera í sambúð með Vinstri grænum, og Sjálfstæðisflokki og Framsókn tekst ekki að halda aftur af útgjaldagleði hins armsins. Það eru engar skýrar ákvarðanir sem við erum að sjá, engar lausnir um það hvort eigi að brúa bilið með aukinni tekjuöflun eða gjaldalækkunum og ég velti því fyrir mér hvort það verði þannig áframhald á því á þessu kjörtímabili að við séum í biðflokki með allar þýðingarmiklar ákvarðanir. Niðurstaðan er að ríkissjóður er ósjálfbær, lífskjörin eru tekin að láni og reikningurinn sendur næstu kynslóð,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn á Alþingi.

Sjá nánar hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: