- Advertisement -

„Líftóran hrist úr börnunum“

„Ég ætla ekki að hafa þetta langt, en það stakk mig rosalega þegar ég fór að hugsa um aðgang barna að grunnskólum úti á landi að verið sé að keyra börn langar leiðir á svo holóttum vegum að það eru eiginlega holur ofan í holunum og líftóran hrist úr börnunum. Það er ekki geðslegt að horfa upp á það að dag eftir dag, fram og til baka, þurfi börn að fara vegleysur til að komast í og úr skóla. Við þurfum að hugsa um allt svona.“

Þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi. Hann sagði einnig:

„Við gleymum því oft að ekki eiga allir auðvelt með að komast í skólahúsnæði og nýta sér þau gögn sem þar eru fyrir. Það er eiginlega furðulegt að við skulum þurfa að ræða það á okkar tímum, við erum það ríkt samfélag að við ættum að vera búin að ganga frá svona málum, en hvort sem það heitir spjaldtölva eða eitthvað annað sem börn þurfa eiga þau bara að hafa aðgang að þeim gögnum. Þar eigum við líka að tala um fæði, að ekkert barn þurfi að vera svangt í grunnskóla.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: