- Advertisement -

Lilja Rafney með frumvarp fyrir strandveiðarnar

Meðan Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra vinnur í anda forvera síns grasserar óánægja með hversu langt frá stefnu Vinstri grænna Svandís vinnur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem nú er varaþingmaður, situr nú á Alþingi í fjarveru Bjarna Jónssonar Bjarnasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og höfund strandveiðkerfisins, hefur nýtt þingsetuna til að leggja fram frumvarp.

Í frumvarpinu segir: Ráðherra skal tryggja 48 daga ár hvert til strandveiða, 12 daga í mánuði tímabilið maí- ágúst.“

„Frumvarp þetta er endurflutt. Nýmæli er frá frumvarpi sama efnis sem lagt var fram á 151. löggjafarþingi 2020-2021 (855. mál) að lagt er til að heimildir sem dregnar eru frá leyfilegum heildarafla hverrar tegundar verði aðskildar. Frádráttur á úthlutuðu aflamarki til uppsjávarskipa verði 10,3% í stað 5,3% eins og verið hefur. Þetta er gert til að tryggja enn frekar aðgerðir til eflingar sjávarbyggða, þ.m.t. línuívilnun og strandveiðar og útgerð dagróðrabáta.“

Athygli vekur að enginn annar þingmaður Vinstri grænna skrifar sig á frumvarpið.

Hér má lesa frumvarp Lilju Rafneyjar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: