- Advertisement -

Loforðin fljúga út um gluggann

Hvers lags eiginlega endemisþvæla er þetta?

„Þar eru markmiðin fest á blað, en loforðin um stórsókn án veggjalda er að finna í stjórnarsáttmálanum og orðum ráðherra í upphafi kjörtímabilsins. Á hverju megum við þá eiga von þegar þau loforð fljúga út um gluggann ári seinna? Hvað þarf til þess að brjóta stjórnarsáttmálann?“

Þetta sagði Björn Leví Pírati á Alþingi í dag þegar hann átti í orðaskiptum við Sigurð Inga samgönguráðherra.

„Á þá ríkisstjórnin að gera ekkert af því að menn höfðu ekki skrifað það í stjórnarsáttmála? Hvers lags eiginlega endemisþvæla er þetta, háttvirtur þingmaður,“ svaraði ráðherrann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hversu mikils virði er hann (það er stjórnarsáttmálinn) þegar annars vegar er hitt og þetta boðað í stjórnarsáttmála og hins vegar ekkert farið eftir því? Eru þetta kröfur Sjálfstæðisflokksins sem vill setja eignatekjur ríkisins í þjóðarsjóð? Getur fjármálaráðherra ekki bara lagt til að fjármagna þjóðarsjóðinn með veggjöldum í staðinn fyrir samgöngurnar þar sem ekkert er um þær er að finna í stjórnarsáttmálanum?“

Og Björn Leví var ekki hættur: „Eigum við ekki skilið að fá smáfestu og stöðugleika í íslenskt efnahagslíf og skattheimtu í stað svona hringlandaháttar? Ef ríkisstjórnin getur ekki staðið við þessi orð í eigin ríkisstjórnarsáttmála, hvernig á hún þá að geta staðið við eitthvað annað sem stendur þar?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: