- Advertisement -

„Lofsverðar blekkingar“ ráðherrans – þingflokkurinn lætur fara illa með sig

Fund­ar­gerð staðfesti að þetta var spjall um ekki neitt og hlaut því að taka tíma.

„Skrítn­ustu upp­lýs­ing­ar síðustu vikna um orkupakka­málið voru þær, að spjall ís­lenskra yf­ir­valda við einn af kommissörum ESB hefði ein­ung­is verið inn­an­tómt hjal, að vísu upp­áskrifað.Í því spjalli varð eng­inn vendipunkt­ur, eins og gefið var til kynna,“ þannig skrifar Davíð í Staksteina dagsins. Ljóst er að gjáin í Sjálfstæðisflokknum dýpkar enn. Mest vegna orkupakkans.

„Fund­ar­gerð staðfesti að þetta var spjall um ekki neitt og hlaut því að taka tíma. Ekki minnst á fyr­ir­vara sem ráðherr­ar sögðu þjóðinni að breyttu mál­inu. Nú er látið í veðri vaka að fyr­ir­var­arn­ir verði síðar dregn­ir upp úr hatti og breyti þá mál­inu,“ skrifar ritstjórinn.

Og umbúðalaust um stöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

„Þess­ir skrítnu vitn­is­b­urðir um vonda sam­visku hafa síðar verið kallaðir „lofs­verðar blekk­ing­ar“. Það hafi verið lofs­vert fram­tak að blekkja þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins með enda­leysu og hetju­dáð og bí­ræfni að fá hann til að gleypa svo ólyst­ugt agn.

Kenn­inga­smiður­inn sá réð þó ekki við að kalla það lofs­vert af öfl­ug­asta þing­flokki lands­ins að láta fara svona með sig. Þing­flokk­ur­inn stend­ur óneit­an­lega laskaður eft­ir. Deil­an snýst þó ein­göngu um það hvort málið sé stór­hættu­legt fyr­ir Ísland eða bara vita gagns­laust fyr­ir Ísland!

Brynjar Níelsson:
„Ég er hins vegar ekki þannig maður að afstaða mín fari eftir því hvernig vindar blása hverju sinni, hvorki hjá „grasrót“ flokksins eða annars staðar.“

Síðast í gær gerði Brynjar Níelsson grein fyrir viðsnúningi sínum gagnvart orkupakkanum. Þar skýrir hann hvað henti:

„Nokkuð stór hópur „grasrótarinnar“ er heitt í hamsi vegna innleiðingar 3ja orkupakkans. Ég hef gert grein fyrir afstöðu minni og mér gengur ekkert annað til en að gæta hagsmuna okkar, annars vegar þeirra sem felast í EES samstarfinu og hins vegar að tryggja um leið yfirráð okkar yfir orkuauðlindinni, hvernig eignarhaldi okkar er háttað og hvort við tökum þátt í innri markaði með sölu á orku til Evrópu í gegnum sæstreng. Því er mér óskiljanlegt hvernig hagsmunum okkar er betur borgið með því að hafna 3ja orkupakkanum.

Mér þykir afskaplega vænt um „grasrótina“ og er í miklum samskiptum við hana og hlusta. Ég er hins vegar ekki þannig maður að afstaða mín fari eftir því hvernig vindar blása hverju sinni, hvorki hjá „grasrót“ flokksins eða annars staðar. Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir.“

Þannig skrifaði Brynjar í gær. Þeir tveir, Davíð og Brynjar hafa þar með dregið upp skýra mynd af ósættinu sem er innan flokksins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: