- Advertisement -

Loftslagsmál: Þau líti í eigin barm

Vissu­lega hafa öðru hvoru feng­ist styrk­ir, en án allr­ar sam­fellu og alls ónóg­ir.

Valdi­mar Öss­ur­ar­son frumkvöðull skrifar merka grein í Mogga dagsins. Þar rekur hann eigin raunasögu, þó bara að hluta, segir af nógu að taka. 

„Ráðherr­ar hafa verið yf­ir­lýs­ingaglaðir í lofts­lags­mál­um og látið að því liggja að hér sé allt gert til að Ísland verði í far­ar­broddi heims­ríkja. Fréttamiðlar halda þess­um yf­ir­lýs­ing­um ráðamanna á lofti en eng­inn rann­sak­ar efnd­irn­ar eða raun­veru­lega stöðu. Raun­veru­leik­inn blas­ir allt öðru­vísi við þeim sem vinna að verk­efn­um á þessu sviði og standa utan sam­trygg­ing­ar stofn­ana­sam­fé­lags­ins, eins og hér verður lít­il­lega reifað,“ skrifar Valdimar.

„Síðastliðinn ára­tug hef ég unnið að þróun hverf­ils sem nýst get­ur til orku­vinnslu úr sjáv­ar­föll­um. Þessi ís­lenski hverf­ill hef­ur all­mikla sér­stöðu á heimsvísu; einkum þá að hann get­ur unnið orku úr al­geng­um sjáv­ar­fall­a­straumi, t.d. í annnesjaröst­um, meðan aðrir þró­un­araðilar beina sjón­um sín­um að hröðum orku­rík­um straum­um í sund­um, sem eru mun sjald­gæfari. Hin dreifða orka hæg­straums kall­ar á stóra ein­falda og ódýra hverfla, sem byggj­ast á al­ger­lega nýrri tækni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lofts­lags­sjóður er enn ekk­ert nema nafnið.

Þrátt fyr­ir skýr lof­orð í stjórn­arsátt­mála um fjár­veit­ing­ar til lofts­lags­verk­efna; þrátt fyr­ir ótví­ræðar skuld­bind­ing­ar okk­ar í lofts­lags­mál­um og þrátt fyr­ir að þetta verk­efni hafi í hví­vetna staðið und­ir öll­um áætl­un­um og vænt­ing­um hef­ur það mátt búa við fjár­svelti að hálfu „stuðnings­um­hverf­is ný­sköp­un­ar“. Vissu­lega hafa öðru hvoru feng­ist styrk­ir, en án allr­ar sam­fellu og alls ónóg­ir.“

Síðan telur hann upp staðreyndir:

Margt mætti nefna þessu til rök­stuðnings; m.a. þetta:

1. Órök­studd­ar synj­an­ir Tækniþró­un­ar­sjóðs, en stefna hans er mótuð af ráðherr­um og tek­ur ekki til­lit til Par­ís­arsátt­mál­ans.

2. Niður­lagn­ing styrkja Orku­sjóðs til tækniþró­un­ar­verk­efna, með laga­breyt­ingu 2014.

3. Lofts­lags­sjóður er enn ekk­ert nema nafnið. Sama er um mar­káætl­un á sviði lofts­lags­tækni.

4. Andúð at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins birt­ist m.a. í skýrslu þess til Alþing­is á síðasta vetri um nýja orku­kosti. Þar er ósann­ind­um beitt til að gera lítið úr sjáv­ar­orku­tækni og verk­efn­um Val­orku.

5. Kadeco, sem heyr­ir und­ir fjár­málaráðuneytið, lokaði ný­lega frumkvöðlamiðstöðinni Eld­ey og rak frum­kvöðla á dyr, m.a. Val­orku.

6. For­sæt­is­ráðherra svar­ar ekki er­ind­um; m.a. tveggja ára beiðni um viðtal. Margt fleira mætti nefna af slíku tagi.

Lofts­lags­mál eru meg­in­viðfangs­efni heims­ríkja í dag. For­sæt­is­ráðherra sagði nor­ræn­um sam­starfs­ráðherr­um ný­lega að orðum þyrftu að fylgja at­hafn­ir. Ég skora á hana að líta í eig­in rann og bjóða strax upp á raun­veru­leg­an stuðning við þá sem vilja leggja sitt af mörk­um til nýrr­ar orku­tækni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: