- Advertisement -

Logi vill fá svör frá utanríkisráðherra – en fær ekki

Logi Einarsson skrifar:

Í viðtali um heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands, hélt Guðlaugur Þór utanríkisráðherra því fram að tilefni komu hans væri að ræða samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála. Hann sleppti aftur á móti að nefna að ástæðan er ekki síður að undirstrika landfræðilegt mikilvægi Íslands á norðurslóðum og aðgerðir NATÓ til að bregðast við auknum umsvifum Rússlands. Þetta kemur fram á heimasíðu Hvíta hússins.

Mörgum brá eðlilega í brún snemmsumars þegar ríkisstjórnin færði 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar í viðhald mannvirkja NATÓ á Keflavíkurflugvelli. Enn frekar þegar í ljós kom að umfang framkvæmda virðist margfalt það sem kynnt var.

Þann 23. júlí óskaði ég eftir því að utanríkisráðherra eða amk fulltrúar utanríkisráðuneytisins komi á fund utanríkismálanefndar og geri betur grein fyrir þeirri uppbyggingu sem er nú fyrirhuguð á varnarsvæðinu í Keflavík. 

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þetta kemur fram á heimasíðu Hvíta hússins.

Ég bað einnig um að gerð verði betri grein fyrir hvaða áform eru um viðveru hermanna þar.

Mér hefur ekki borist svar en hef ítrekað beiðni mína og í leiðinni beðið um munnlega skýrslu vegna heimsóknar Pence til landsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: