- Advertisement -

Löng seta mín ekki í neinum tengslum við það sem væri kannski eðlilegt

Sprengisandur Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnir á nýársdag hvort hann hyggist sækjast eftir að gegna embætti forseta áfram, eða ekki. Hann var í viðtali í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni 11. október síðastliðinn. Þar var mikið rætt um hvort hann hyggist sækja eftir enurkjöri, eða ekki.

Fastur punktur á Bessastöðum

„Burt séð frá þinni persónu, núverandi forseti verður að lágmarki 20 ár í embætti og verði hannn kjörinn á ný í fjögur ár, verður einn og sami maðurinn foresti í rétt um aldarfjórðung.“

„Það er einsog  við vitum mjög langur tími og ekki í neinum tengslum við það sem væri kannski eðlilegt. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að verðum við óskunum síðast var vegna þess að stórum hluta þjóðarinnar fannst að hún væri að heyja margar örlagaglímur á sama tíma og sem betur fer er ýmsum þeirra lokið. Þó óvissa sé á vettvangi stjórnmálanna, sem margir vísa til, og segja algjöra upplausn í stjórnmálunum, flokkakerfið er að riðlast, forystur flokkanna fjúka til og frá, þingmenn, ráðherrar og formenn í flokkum og svo framvegis. Það verður að vera einhver fastur punktur, það eru meginrök sem menn nota við mig og segja; þess vegna verður þú að vera á Bessastöðum sem fastur punktur. Lýðtæðið byggist ekki á því, það byggist líka á því að fólkið í landinu axli ábyrgð en geti ekki skotið sér á bakvið það að það geti leyft sér allskonar lausung vegna þess að fasti punkturinn sé áfram á Bessastöðum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

En er ekki slæmt ef forseti telur sig vera ómissandi?

„Ég hef aldrei talið mig ómissandi. Aldrei talið mig ómissandi.“

En aðrir gera það?

„Það verða þeir að gera upp við sig. Taki ég þá ákvörðun að hætta vona ég að því verði sýndur fullur skilningur. Ég er ekki að hlaupa frá verki taki ég þá ákvörðun. En það er víðs fjarri að ég telji mig ómissandi.“

Fyrir fjórum árum nefndi forsetinn að hann teldi sig ekki geta vikið af vaktinni, af forsetastóli, vegna óvissu um stjórnskipan landsins og að hann vildi standa vaktina áfram meðan sú óvissa ríkti. Enn ríkir óvissa um stjórnskipunina, stjórnarskráin og hlutverk forseta kann að breytast. Því er spurt, er ekki sama staða uppi nú og var þá?

„Nokkrum vikum eftir að ég flutti nýársávarpið, varð ljóst að fólkinu í landinu, ekki mér, heldur mörgu fólki fannst vera það mikil óvissa, bæði um stjórnskipunina, um Evrópusambandið, um Icesave og margt annað. Þegar þau voru að höfða til mín um að breyta ákvörðun minni þá vísuðu þau til þessara víðtæku og margslungnu óvissu. Þegar ég svo útskýrði, í mars, af hverju ég hefði breytt um afstöðu þá var það með tilvísun til þessarar ríkulegu tilfinningu, að minnsta kosti hluta þjóðarinnar, um þessa óvissu. Mér finnst ekki rétt að segja að það hafi verið hugsun mín, þannig lagað, en tilvísun til óvissunnar var ríkur þáttur í því að ég tók á endanum þá ákvörðun að gefa kost á mér aftur.“

Skorað á Ólaf Ragnar að hætta ekki

En vill hann halda áfram, verður hann í kjöri?

„Það er oft spurt af þessu, og mér hefur fundist rétt, af því forsetaembættipð hefur ákveðnar hefðir og verður að hafa ákveðna formfestu að það sé bara fastur punktur, í samskiptum forseta og þjóðarinnar, að það sé nýársávarpið. Þar gefst tími til að flytja rök og sjónarmið. Þegar ég setti Alþingi var ég fyrst og fremst að setja Alþingi og einsog ég sagði þá hef ég ekkert umboð til að setja Alþingi aftur. Ég var að votta Alþingi virðingu mína vegna þess að það hefur verið mjög nátengt mínu lífi.“

En ertu búinn að ákveða þig, hvað þú gerir?

„Nei, ég er kannski ekki búinn að ákveða mig. Það væri ekki rétt að segja það. Ferli af þessu tagi gerist stig af stigi. Þetta er ekki bara spurning um mig, ég Dorrit og fjölskyldan  ræðum þetta. Þetta er ekki bara spurning um mig.“

Ólafur Ragnar sagði þá að margir vildu að hann verði áfram í embætti, það verði hann var við hvar sem hann fer. „Það sýnir mér að þetta er í hugum fólks og það veltir þessu fyrir sér. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að ég haldi mér við þessa hefð.“

Sem fyrr segir eru þessi skrif byggð á viðtali í Sprengisandi frá 11. október. Viðtalið var í tveimur löngum hlutum. Mest af því sem hér hefur verið skrifað var í þessum hluta viðtalsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: