- Advertisement -

Lýsir ógnarstjórn í Eflingu

Lauk þessu þannig að starfs­mann­in­um var fylgt úr húsi fyr­ir fram­an aðra starfs­menn og tek­inn af henni lyk­ill og bíla­kort.

Þráinn Hallgrímsson.

„Það er al­kunna að öll­um bylt­ing­um fylg­ir ógn­ar­stjórn meðan nýir vald­haf­ar eru að ná tök­um á stöðunni. Hin „nýja stétt“ yf­ir­manna á Efl­ingu tamdi sér þann stjórn­un­ar­stíl að þeir sem and­mæltu þeim eða reyndu að leiðbeina þeim féllu þegar í stað í ónáð. Annaðhvort var að hlýða yf­ir­mönn­um í einu og öllu eða taka pok­ann sinn. Þetta var þeim mun al­var­legra vegna þess að starfs­menn sem urðu fyr­ir þess­ari fram­komu höfðu langa reynslu og víðtæka þekk­ingu af starfi fyr­ir fé­lagið,“ skrifar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar, í grein þar sem hann lýsir ótrúlegum atburðum á skrifstofu Eflingar eftir stjórnarskiptin í félaginu.

Þráinn rekur uppsagnir á skrifstofu félagsins, þar á meðal eigin brottrekstur. Greinina birtir hann í Mogganum.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.
…var gert að mæta sam­stund­is hjá fram­kvæmda­stjóra.

„Síðasti brottrekst­ur á Efl­ingu var með þeim hætti að starfs­manni var sagt upp störf­um fyr­ir­vara­laust. Hon­um var gert að mæta sam­stund­is hjá fram­kvæmda­stjóra þar sem fyr­ir var „full­trúi starfs­manna“ sem fram­kvæmda­stjóri hafði sjálf­ur valið til setu á fund­in­um. Ástæða upp­sagn­ar var sögð skipu­lags­breyt­ing­ar. Fljót­lega kom í ljós að það var fyr­ir­slátt­ur enda ráðnir þrír nýir starfs­menn um svipað leyti og eng­in af verk­efn­um viðkom­andi starfs­manns voru lögð niður. Kunn­ug­legt bragð stjórn­enda fyr­ir­tækja, ekki satt! Áminn­ing­ar­fer­ill var ekki virt­ur í sam­ræmi við ákvæði kjara­samn­ings. Í næsta her­bergi beið einn lög­manna ASÍ. Þegar starfsmaður­inn neitaði að skrifa und­ir mót­töku upp­sagn­ar­bréfs tók lögmaður ASÍ að sér að reyna að sann­færa starfs­mann­inn um að þessi fram­koma fram­kvæmda­stjór­ans væri í lagi. Eng­inn varði hags­muni starfs­manns­ins á fund­in­um. Eng­inn var henni til aðstoðar. Lauk þessu þannig að starfs­mann­in­um var fylgt úr húsi fyr­ir fram­an aðra starfs­menn og tek­inn af henni lyk­ill og bíla­kort. Starfs­mann­in­um var síðan meinað að mæta á fyrr­ver­andi vinnustað sinn á skrif­stofu­tíma til að sækja per­sónu­lega muni sína,“ skrifar Þráinn og bætir við:

„Ég veit að það er erfitt fyr­ir les­end­ur að trúa þessu en svona eru vinnu­brögð for­ystu Efl­ing­ar sem hef­ur það að meg­in­hlut­verki að verja launa­menn, rétt­indi þeirra og stöðu. Þannig hafa þau hagað sér.“

Í lok langrar greinar sendir Þráinn Sólveigu Önnu Jónsdóttur tóninn:

Sólveig Anna Jónsdóttir.

„Ég vitna í lok­in í skrif for­manns Efl­ing­ar, Sól­veig­ar Önnu, í Frétta­blaðinu 19. sept­em­ber sl. þar sem hún ræðir um meðferð á út­lend­ing­um. Þar seg­ir hún að til viðbót­ar hinni öm­ur­legu hegðun at­vinnu­rek­enda bæt­ist van­v­irðandi fram­koma og hót­an­ir… séu notaðar til að kúga fólk til hlýðni. Ég tel að formaður Efl­ing­ar þurfi ekki að fara langt frá vinnustað sín­um til að upp­lifa ná­kvæm­lega sama hug­ar­far. Á því hafa burtrekn­ir starfs­menn og fólk sem hrakið hef­ur verið í lang­tíma­veik­indi fengið að kenna. Líttu þér nær, Sól­veig.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: