- Advertisement -

Má vera að Guðlaugur utanríkis hafi verið orðinn svona aumur í hnéskeljunum

Jón Örn Marinósson skrifar:

Jón Örn Marinósson.

Dagur borgarstjóri hjólaði til fundar við Mike, væntanlega til þess að leiða honum fyrir sjónir gildi þess að taka upp bíllausan lífsstíl. Guðlaugur utanríkis treystist hins vegar ekki til að hjóla frá Höfða upp á Miðnesheiði svo að hann fékk að fljóta með Georg yfirhershöfðingja í þyrlu til Keflavíkur. Má vera að Guðlaugur utanríkis hafi verið orðinn svona aumur í hnéskeljunum eftir að hafa beðið Mike á hnjánum um fríverslunarsamning í staðinn fyrir….

Enda þótt ég, ólíkt drottni hans almáttugum, hafi ekkert dálæti á Mike, húsbónda hans og trúbræðrum þeirra verð ég að játa að ég hafði lúmskt gaman af að fylgjast með þessum tilburðum nokkurra friðelskandi eyjarskeggja norður í höfum til að taka kurteislega á móti fulltrúa stærsta herveldis í heimi. Nú bíð ég spenntur eftir hvernig Kata verður í sinni sveit þegar hún hittir Mike í kortér á Keflavíkurflugvelli. Ekki vildi ég samt vera í hennar sporum. En fari hann… og veri þar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fengið af Facebooksíðu Jóns Arnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: