- Advertisement -

Malbikuð leið til Evrópusambandsins

Ólafur Ísleifsson skrifar:

Umræðurnar um orkupakkann hafa dregið fram mikilvægar staðreyndir.

  • 1. Lagalegi fyrirvarinn skiptir engu máli, hver sem hann er og hvort sem hann kemur í leitirnar eða ekki. Þjóðréttarlegt gildi hans er ekkert. Hann er róandi lyf til heimabrúks á þingmenn stjórnarflokkanna. Leiktjöld. Blekking, svo notað sé orðfæri Þorsteins Pálssonar.
  • 2. Alþingi hefir ekkert að segja um hvort lagður er sæstrengur að landinu. Erlendir sæstrengsmenn geta knúið fram háar skaðabætur á grundvelli samningsbrota synji Orkustofnun um tengingu (sjá nmgr. 62 í álitsgerð FÁFH og SMS, sjá einnig færslu Arnars Þórs Jónssonar). Við erum þá í stöðu Mexikóa sem eiga að greiða fyrir múrinn, við borgum strenginn, a.m.k. að verulegu leyti.
  • 3. Samþykkt orkupakkans malbikar leiðina að fullri aðild að Evrópusambandinu í boði VG, D og B. Lofsvert segir Þorsteinn Pálsson.

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: