- Advertisement -

Málþing um baráttu verkakvenna

Verkakvennafélagið Framsókn fagnar 100 ára afmæli þann 25.október næstkomandi og af því tilefni standa Efling stéttarfélag, Alþýðusamband Íslands, Starfsgreinasambandið, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands fyrir málþingi í Iðnó föstudaginn 10. október kl. 13:00-16:00.

Á heimasíðu ASÍ segir að yfirskrift málþingsins sé Verkakonur í fortíð og nútíð og að sjónum verði beint að baráttu verkakvenna á síðustu öld og stöðu þeirra í dag. Áhugaverði erindi verði flutt og fram fari pallborðsumræður þar sem m.a. forystukonur Verkakvennafélagsins Framsóknar líta yfir farinn veg og skoða hvað hefur áunnist í baráttunni um bætt kjör verkakvenna.

Verkakvennafélagið Framsókn var stofnað í Reykjavík 25. október 1914 og starfaði  til 1998 þegar það sameinaðist Verkamannafélaginu Dagsbrún. Verkakvennafélagið Framsókn var fyrsta verkakvennafélagið sem stofnað var hér á landi en það barðist aðallega fyrir réttindum kvenna sem störfuðu við fiskvinnslu og ræstingar.

Sjá frétt á heimasíðu ASÍ þar sem nánari dagskrá mun birtast síðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: