- Advertisement -

Margrét kveður með söknuði

„FKA hefur skipað stóran sess í mínu lífi undanfarin 20 ár og hefur félagið gefið mér gríðarlega mikið. Þar hafa öflugar konur staðið þétt saman í gegnum tíðina, stutt við hvor aðra – barist fyrir sameiginlegum hagsmunamálum og unnið marga sigra,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, fyrrverandi formaður FKA, á Facebook.

„Á aðalfundi félagsins í síðustu viku fetaði FKA inn á nýjar brautir og er í raun óvinnandi vegur að lýsa þeirri uppákomu sem þar átti sér stað eða því andrúmslofti sem þar ríkti fyrir þeim sem ekki sátu fundinn.

Sumir segja að svona séu einfaldlega lýðræðislegar kosningar – en ég tók strax þá ákvörðun að ég ætti ekki samleið með „lýðræði“ sem birtist með þessum hætti. Í kjölfarið ákvað ég að segja skilið við FKA því með því að gera ekki neitt taldi ég mig einfaldlega vera að leggja blessun yfir þetta ferli og það gat ég aldrei gert. Minn tími til að breyta félaginu innan frá er einfaldlega liðinn og því var úrsögn mín leið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En það verður aldrei frá mér tekið að ég á ógleymanlegar minningar frá FKA og þar eignaðist ég marga góðar vinkonur og við munum einfaldlega halda áfram að hittast á öðrum vettvangi.

Takk fyrir mig gömlu FKA konur – þið eigið stóran sess í mínu hjarta!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: