- Advertisement -

MBL gegn SAJ. 4. hluti: Davíð kallar eftir lagasetningu semjist ekki um helgina

„Tak­ist ekki að ná samn­ingi um helg­ina verður ekki lengi um­flúið að setja lög til þess að tryggja ör­yggi og vinnufrið í land­inu.“

Davíð Oddsson.

Fyrr í dag birtum við hér á Miðjunni sýnishorn þriggja greina sem birtast í Mogga helgarinnar. Höfundarnir eru Kolbrún Bergþórsdóttir, Björn Bjarnason og Davíð Oddsson.

Mogginn lét það ekki nægja. Davíð skrifar harðan leiðara um þetta sama efni. Merkast af því sparki er ákall til ríkisstjórnarinnar um að semjist ekki um helgina að sett verði lög á Eflingu.

Hér koma stutt brot úr leiðaranum: „Flest­ir skynja að þessi harða og illleys­an­lega kjara­deila ógn­ar ör­yggi og hag­sæld þjóðar­inn­ar allr­ar.“ Ef þetta er svona, því eru laun þeirra sem lægst hafa launin, hækkuð?

„Það er óneit­an­lega eitt­hvað kynd­ugt við að 48 af 77 olíu­bíl­stjór­um hjá Efl­ingu – há­launa­menn á vísu ófag­lærðs verka­fólks.“

Nú er komið að herópi Davíðs:

„Tak­ist það ekki skella stórskaðleg verk­föll aft­ur á og þess verður þá vart langt að bíða að SA hug­leiði verk­bann. Af þeirri ástæðu er rétt að brýna það einnig fyr­ir stjórn­völd­um að það líður að ell­eftu stundu. Tak­ist ekki að ná samn­ingi um helg­ina verður ekki lengi um­flúið að setja lög til þess að tryggja ör­yggi og vinnufrið í land­inu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: