- Advertisement -

Með hlaðna byssu í venjulegt útkall

Sprengisandur „Í kringum 11. september var viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli til dæmis hækkað. Þá vorum við oft vopnaðir á flugstöðinni, við vopnaeftirlit, sem krafa var um. Þá vopnuðumst við á lögreglustöð í Keflavík og fórum upp í þetta eftirlit,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisf lokks og fyrrum lögreglumaður,  í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun.

Hann sagði oftar en ekki hafi lögreglan verið kölluð út  og ekki gefist tími til að afvopnast.

„Við höfðum engan byssuskáp í lögreglubifreiðinni til að setja byssuna í og við höfðum ekki tíma til að fara á lögreglustöðina. Við berum ábyrgð á vopninu og ekki viljum við skila það eftir þar sem því gæti verið stolið. Þetta kom oftar en einu sinni fyrir og þetta var óþægileg staða sem við vildum ekki vera í. En ef við hefðum haft öruggan búnað í bílnum til að geyma vopnið þá hefðum við alltaf afvopnast og sett það þar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: