- Advertisement -

Með lífshættulega áverka og sagt að þreyja þorrann fram á næsta ár

Hver eru skilaboð til drengja? Er líf þeirra ekki jafn mikils virði og annarra? Strákar þurfa líka hjálp.

Jón Pétur Zimsen.

Jón Pétur Zimsen Sjálstæðisflokki sagði á Alþingi:

Alþingi „Tveir 14 drengir bíða enn eftir hjálp — 14 ára. Þeir eru með lífshættulega áverka, áverka sem geta dregið þá til dauða á nokkrum klukkustundum eða vikum. Þeir hafa nú þegar beðið í nokkra mánuði en staða þeirra hefur versnað hratt. Enn bólar ekkert á úrræðum fyrir drengina en stúlkur í sömu stöðu eru heppnari. Þær fá strax hjálp eins og eðlilegt er. Þessi saga er sönn og áverkarnir eru bæði líkamlegir og sálrænir vegna fíknar. Þessir 14 ára drengir eru í stöðugri lífshættu. Hvenær er oxýið of mikið eða óhreint? Þeim er sagt að þreyja þorrann fram á næsta ár. Þá fái þeir vonandi meðferð sem er viðeigandi,“ sagði Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokki á Alþingi í gær.-dag.

„Í lögum um sjúkratryggingar segir, með leyfi forseta, að Sjúkratryggingar Íslands geti greitt kostnað við nauðsynlega meðferð erlendis ef sambærileg meðferð er ekki veitt hér á landi eða hún er ekki tiltæk innan hæfilegs tíma. Hvenær rennur tími þessara 14 ára stráka út? Í Covid var hægt að hrista fram úr erminni á tíu, tólf dögum sérhæfða og flókna sjúkrahúsdeild. Með leyfi forseta er hér vitnað í lækni:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Sagt var að þetta hefði verið eins og að byggja flugvél á meðan hún var í loftinu.“

Hver eru skilaboð til drengja? Er líf þeirra ekki jafn mikils virði og annarra? Strákar þurfa líka hjálp. Sýnum þeim og fjölskyldum þeirra að þeir skipti máli. Nýtum okkur meðferðir erlendis á meðan ekkert er í boði hérlendis. Þeim er að blæða út. Hættum að tala, gerum þetta strax. Ábyrgðin er okkar,“ sagði Jón Pétur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: