- Advertisement -

Með silfurskeið þversum í munninum

Rýrnandi hlutur Sjálfstæðisflokksins í kjörfylgi tengist því að sá sem er með silfurskeið þversum í munninum nær ekki talsambandi við venjulegt fólk.

Ragnar Önundarson skrifar:

Frá því að tekið var að tengja virkjanaframkvæmdir við sölu orkunnar til stóriðju (project finance) á 7da áratug 20. aldar hefur þjóðinni statt og stöðugt verið lofað að í framtíðinni muni hún njóta afskrifaðra virkjana í lágu orkuverði. Við þessi loforð ber að standa. Hrein og ódýr orka eru meðal þeirra fáu kostnaðarþátta sem eru búsetu fólks í þessu landi í vil.

Hugmyndin um „þjóðarsjóð“ sem ávinningurinn verði í staðinn lagður í er allrar athygli verður, en mundi rýra lífskjör okkar til skamms tíma. „In the long run we are all dead“ er stundum sagt. Þjóðarsjóður mundi fleyta ávinningnum enn lengra inn í framtíðina, svo við mundum ekki njóta heldur afkomendur okkar.

Ráðamenn fæddir með silfurskeið þversum í munninum ættu að láta fara fram rannsókn á lífskjörum fólks sundurliðaða eftir aldurshópum og átta sig á stöðunni. Rýrnandi hlutur Sjálfstæðisflokksins í kjörfylgi tengist því að sá sem er með silfurskeið þversum í munninum nær ekki talsambandi við venjulegt fólk.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: